Skip to main content
Verkefnastofa KÍ starfa

Um verkefnið

Hér er að finna upplýsingar um virðismatsvegferð KÍ.

Í kjarasamningum sem undirritaðir voru þann 25.febrúar sl. var ákveðið að fara í svokallaða virðismatsvegferð. Í því felst meðal annars að aðilar vinni í sameiningu að gerð virðismatskerfis sem ætlað er að skapa forsendur fyrir hlutlægu og málefnalegu mati á virði starfa kennara.

Byggt á því mati fari fram mat á störfum félagsfólks KÍ og samanburðarstörfum sem aðilar komi sér saman um, í þeim tilgangi að jafna laun, vinnufyrirkomulag og kjör kennara við aðra sérfræðinga sem starfa á opinberum og almennum vinnumarkaði.

Verkefninu er skipt í fjóra verkhluta; undirbúning, starfagreiningar, þróun kerfis og mat starfa. Hverjum verkhluta er svo skipt upp í smærri verkþætti.

Áætlunin er sett fram með fyrirvara um breytingar en gert er ráð fyrir að hún sé lifandi skjal og verði reglulega endurskoðuð á verkefnatímanum.

Hér að neðan má nálgast verkefnaáætlunina í heild sinni.

Verkefnaáætlun FSKÍ

Eitt af fyrstu verkum faglegrar stjórnar var að vinna í sameiningu að starfsreglum sem gilda fyrir verkefnið og þá aðila sem að því koma. Starfsreglur eru í raun skilmálar vinnunnar sem innihalda meðal annars lýsingu á hlutverkum, ábyrgð, tímalínu og ákvarðanatökuferli. Starfsreglurnar samræma vinnu faglegrar stjórnar og tryggja skuldbindingu aðila hennar. Þær snerta til dæmis á því hvaða verkefni eigi að vinna, hvernig aðilar ætla að vinna saman, hvernig þeir ætli að eiga í samskiptum, hvernig leyst verði úr ágreiningi og ferli vinnunnar sjálfrar.

Hér að neðan má lesa starfsreglur FSKÍ í heild sinni

Starfsreglur FSKÍ

Stöðuskýrslur eru gerðar við lok hvers verkhluta. Þær má finna hér fyrir neðan.

Stöðuskýrsla FSKÍ

Ertu að leita að einhverju sérstöku?

Ekki hika við að hafa samband!