Í kjarasamningum sem undirritaðir voru þann 25.febrúar sl. var ákveðið að fara í svokallaða virðismatsvegferð. Í því felst meðal annars að aðilar vinni í sameiningu að gerð virðismatskerfis sem ætlað er að skapa forsendur fyrir hlutlægu og málefnalegu mati á virði starfa kennara.
Byggt á því mati fari fram mat á störfum félagsfólks KÍ og samanburðarstörfum sem aðilar komi sér saman um, í þeim tilgangi að jafna laun, vinnufyrirkomulag og kjör kennara við aðra sérfræðinga sem starfa á opinberum og almennum vinnumarkaði.

