Skip to main content

Verkefnastofa KÍ starfa

Metum virði KÍ starfa

Hafa sambandUm verkefniðVerkefnaáætlunFagleg stjórn

Um verkefnið

Í kjarasamningum sem undirritaðir voru þann 25.febrúar sl. var ákveðið að fara í svokallaða virðismatsvegferð. Í því felst meðal annars að aðilar vinni í sameiningu að gerð virðismatskerfis sem ætlað er að skapa forsendur fyrir hlutlægu og málefnalegu mati á virði starfa kennara.

Byggt á því mati fari fram mat á störfum félagsfólks KÍ og samanburðarstörfum sem aðilar komi sér saman um, í þeim tilgangi að jafna laun, vinnufyrirkomulag og kjör kennara við aðra sérfræðinga sem starfa á opinberum og almennum vinnumarkaði.

Verkefnaáætlun

Verkefninu er skipt í fjóra verkhluta; undirbúning, starfagreiningar, þróun kerfis og mat starfa. Þann 1. október 2026 verða forsendur virðismatsvegferðarinnar endurskoðaðar en þá skal liggja fyrir bráðabirgðamat valinna starfaprófíla með tilliti til virðismatskerfis og að teknu tilliti til grunnlaunasetningar.

Fagleg stjórn

Í faglegri stjórn sitja sex fulltrúar frá Kennarasambandinu og sex fulltrúar frá opinberum launagreiðendum, en hver aðalfulltrúi á sér einn varafulltrúa. Fulltrúarnir hafa jafnt vægi í allri vinnu stjórnarinnar og ákvarðanir eru teknar með einhug. Faglegri stjórn er ætlað að halda utan um verkefnið frá upphafi til enda.

Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis

Þróun virðismatskerfis fyrir mat á störfum aðildarfélaga Kennarasambands Íslands byggir á leiðbeiningum Alþjóðavinnumálastofnunarinnar um þróun og notkun virðismatskerfa í þágu launajafnréttis.

Ertu að leita að einhverju sérstöku?

Ekki hika við að hafa samband!